Fiskaflinn í nóvember síðastliðnum nam tæpum 84.000 tonnum samanborið við tæplega 86.000 tonn í nóvember 2010. Botnfiskaflinn stóð nánast í stað en uppsjávaraflinn, sem var nær eingöngu síld, minnkaði um 1.400 tonn

Alls nam botnfiskaflinn um 37.500 tonnum. Hlutur þorskafla þar af nam rúmum 17.000 tonnum og jókst um rúm 900 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn var tæplega 5.600 tonn, sem er 271 tonni meiri afli en í nóvember 2009. Um 3.900 tonn veiddust af ufsa, sem er tæplega 2.400 tonnum minni afli en í nóvember 2009. Karfaaflinn jókst um tæp 800 tonn og nam um 5.000 tonn. Rúmlega 300 tonna aukning var í öðrum botnfiskafla milli ára og nam hann tæpum 5.900 tonnum.

Afli uppsjávartegunda var rúmlega 44.000 tonn.

Flatfiskaflinn var tæp 1.400 tonn í nóvember 2010 samanborið við rúm 1.900 tonn árið áður. Skel- og krabbadýraaflinn var 518 tonn og dróst saman um 99 tonn frá fyrra ári.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar, HÉR