Grænlenski togarinn Tuugaalik veiddi 307 tonn af grálúðu við Vestur-Grænland á einni viku á dögunum. Aflinn var frystur ujm borð og nam verðið 10 milljónir danskra króna eða jafnvirði um 200 milljóna íslenskra króna. Þetta er grænlenskt met bæði hvað varðar afla og aflaverðmæti á svo skömmum tíma.
Skipstjóri á skipinu er Færeyingurinn Pauli Justiniussem. Skipið landaði í Aassiaayt við Diskóflóann og er farið út á ný til veiða í Davíðssundi.
Skipið er með vinnslubúnað frá Erlinord og má sjá vinnsluna um borð á þessu MYNDBANDI.