Aflaverðmæti íslenskra skipa í júlí nam tæpum 11,9 milljörðum króna sem er tæplega 2% aukning samanborið við júlí 2014. Aflaverðmæti botnfisks nam 6,3 milljörðum og jókst um 14,4% samanborið við júlí 2014.

Verðmæti uppsjávarafla nam 3,8 milljörðum í júlí og dróst saman um tæp 27% sem skýrist að mestu af minni makrílafla. Aflaverðmæti flatfisks nam tæpum 1,3 milljarði í júlí samanborið við 468 milljónir í júlí 2014, munar þar mestu um stóraukinn grálúðuafla en aflaverðmæti grálúðu nam 1.154 milljónum í júlí. Verðmæti skel- og krabbadýra nam um 385 milljónum í júlí og stóð nokkurn veginn í stað á milli ára.

Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá ágúst 2014 til júlí 2015 jókst um 9,9% miðað við sama tímabil ári fyrr. Verðmæti afla upp úr sjó hefur aukist um  6,4% í botnfiski, 5,4% í flatfiski og 21,6% í uppsjávarafla.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.