Landeldisfyrirtækið First Water hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð 39 milljónir evra, sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna. Vb.issegir frá þessu.
Hlutafjáraukningin var leidd af núverandi hluthöfum, þar á meðal Stoðum hf., FW Horn slhf., Framherja ehf., Lífeyrissjóði verslunarmanna, Brú lífeyrissjóði, Líru ehf. og LSR. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.
Í bréfi til hluthafa í lok febrúar greindi Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, frá því að félagið hygðist ætla setja 2 milljarða til viðbótar inn í First Water en landeldisfyrirtækið væri að vinna með fjárfestingarbankanum Lazard að því að fá inn erlenda fjárfesta að félaginu.
Í millitíðinni væri gert ráð fyrir hlutafjáraukningu meðal núverandi hluthafa til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu.