Finnbogi Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Icelandic Group, hefur tekið við sem forstjóri fisksölu- og framleiðslufyrirtækisins Alliance Foods Company í Dúbaí.
Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins þar sem vitnað er til færslu á Linkedin þar sem Finnbogi segist hafa tekið við stöðunni fyrir nokkru síðan. Samkvæmt Linkedin-reikningnum hans hafi hann gegnt stöðunni frá því í september 2023.
Fram kemur að Alliance Foods, sem stofnað hafi verið árið 1999, sé dótturfélag International Holding Company í Abú Dabí. Fyrirtækið selji ferskar og frosnar sjávarafurðir í Miðausturlöndum undir vörumerkinu Asmak.
Nánar má lesa um málið á vb.is.