Það hefur stundum viljað bregða við að dregið hafi úr humarveiði eftir sjómannadag en það hefur ekki orðið reyndin að þessu sinni.

Aflinn á austursvæðinu var mjög góður framan af en hefur að undanförnu færst vestur á Eldeyjarsvæðið. „Veiðin eftir sjómannadag hefur einnig verið mjög góð og hálfgerðir metróðrar undanfarið,“ segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri Skinneyjar-Þinganess í samtali við Fiskifréttir í dag.

Sjá nánar í Fiskifréttum.