Samkvæmt nýju fiskiveiðilagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verða samningar um nýtingarleyfi á aflaheimildum í upphafi að jafnaði til 15 ára. Nýtingarleyfishafar eiga rétt á viðræðum um endurskoðun og hugsanlega framlengingu samnings. Komi til framlengingar skal hún vera 8 ár. Fram kemur að samningshafar eigi ekki óskoraðan rétt á framlengingu.

Þá kemur fram í frumvarpinu að bann er lagt við veðsetningu á aflahlutdeild og réttindum á grundvelli nýtingarsamninga um aflahlutdeild. Slík réttindi verða ekki aðfararhæf og falla því niður við gjaldþrot. Gera þarf breytingar á ýmsum lögum til að tryggja þetta.