ff
Mjög stór hluti af starfsemi skipaverkfræðinga hér á landi er verkefni fyrir erlendar útgerðir enda lítið um nýsmíðar skipa fyrir Íslendinga. Í Bangladesh eru nú í smíðum fimm litlir frystitogarar eftir teikningu frá Verkfræðistofunni Skipasýn ehf., að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Togararnir eru 42 metrar að lengd og er aflinn heilfrystur um borð en engin eiginleg vinnsla fer þar fram. Veitt er með flottrolli eða botntrolli. Veiðiferðirnar geta tekið um einn mánuð. Skipin eru mjög frábrugðin frystitogurum sem Íslendingar eiga að venjast því fjöldi manna er í áhöfn og er íbúðarrými fyrir 40 skipverja. Þá eru frystilestir tiltölulega stórar miðað við stærð skipanna, eða um 600 rúmmetrar.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.