Norsk loðnuskip veiddu um 5 þúsund tonn á Íslandsmiðum í síðustu viku, fyrstu viku þeirra á veiðum hér við land, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Alls taka 25 norsk loðnuskip þátt í þessum veiðum. Átta skip hafa tilkynnt um afla og hafa þau öll landað á Íslandi. Um 1 þúsund tonn hafa farið í mjöl og lýsi en um 4 þúsund tonn í manneldisvinnslu. Verðið var í fyrstu rúmar 3 krónur norskar á kílóið (um 52 ISK) en hefur lækkað lítillega fyrir síðustu farmana.