Kvótaúthlutun nýs fiskveiðiárs hefur nú séð dagsins ljós. Fimm stærstu kvótahafarnir eru með 32% heildaraflaheimildanna, tíu stærstu með 51%, tuttugu stærstu með 67% og fimmtíu stærstu með 85% heildarkvótans.
Í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag er birtur kvóti 25 stærstu útgerða landsins og hlutdeild þeirra í heildarkvótanum ásamt samanburði við fyrra ár.