HB Grandi er sú útgerð sem fékk mestum makrílkvóta úthlutað í ár, eða um 20 þúsund tonnum samtals úr öllum pottum. Þetta eru tæp 14% af heildarúthlutun, samkvæmt samantekt Fiskifrétta.
Samherji er í öður sæti með rúm 18 þúsund tonn og 12,5% hlutdeild og Ísfélagið er í þriðja sæti með um 17.700 tonn og rúm 12%.
Fiskistofa úthlutaði nýlega makrílkvótum á skip í þrem pottum, þ.e. til skipa með veiðireynslu, vinnsluskipa og skipa án vinnslu.
Þótt úthlutun makrílkvótans dreifist á 140 skip er samþjöppun aflaheimilda töluverð eins og reyndar er raunin í öðrum uppsjávarveiðum. Þannig eru þrjár kvótahæstu útgerðirnar í makríl með um 55.900 tonn, eða 39% af heildinni. Fimm kvótahæstu útgerðirnar eru með 85 þúsund tonn, eða 59% af heildinni.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttir.