Óvenjumikið hefur sést til háhyrninga við Andfjorden í Norður-Noregi. Trufla háhyrningarnir síldveiðar norskra skipa. Reyndir skipstjórar segja að þeir hafi aldrei fyrr séð jafnmarga hvali samankomna á einum stað og nú.
Menn um borð í strandgæsluskipinu KV Harstad tóku MYNDAND af háhyrningunum.
Háhyrningarnir eru sólgnir í síld og kepptu þeir við síldarskipinu um fæðuna. Fimm háhyrningar fóru í nótina hjá einu skipanna og varð að opna hana til að sleppa þeim út.