Sambandsstjórn Farmanna og fiskimannasambands Íslands skorar á stjórnvöld að afþakka aðkomu Breta að því loftrýmiseftirliti sem þeim er ætlað að sinna nú á haustdögum.

Þeim fjármunum sem sparast við það að losna undan afskiptum Breta er mun betur varið með því að losa um þá alvarlegu samdráttarfjötra sem LHG Íslands er bundin um þessar mundir.

Fjötra sem lama alla eðlilega starfsemi hennar.