Síðasta ár var gott ár hjá FF Skagen A/S, stærsta fiskimjölsframleiðanda í Evrópusambandinu, að því er fram kemur á vefnum nordjyske.dk.
Fyrirtækið velti 1,6 milljarði danskra króna (tæpum 32 milljörðum ISK) á síðasta ári og hagnaður eftir skatta nam 47 milljónum (935 milljónum ISK). Lægra verð á afurðum varð til þess að veltan minnkaði um 100 milljónir miðað við árið á undan .
Þess má geta að Íslendingurinn Jóhannes Pálsson er framkvæmdastjóri FF Skagen.
Fyrirtækið flutti út fiskimjöl og lýsi til 60 landa. Starfsmenn FF Skagen eru 100 og um 35 starfa hjá dótturfélagi í Hanstholm.