Á vef Hafrannsóknastofnunar má finna ítarlegar og áhugaverðar upplýsingar um ferðir hvala sem hafa verið merktir.

Á tímabilinu 10.-15. nóvember 2014 voru fimm hnúfubakar merktir með gervitunglasendum í Eyjafirði til að kanna árstíðabundna útbreiðslu og far skíðishvala við Ísland.

Rannsóknir þessar hafa nú þegar varpað nýju ljósi á ýmsa þætti er tengjast viðveru og fartíma hvala við landið. Þá hafa rannsóknirnar veitt fyrstu vísbendingar um far og vetraraðsetur hrefnu í Norður-Atlantshafi.