Fiskebas, nýjasta uppsjávarskip Norðmanna, var í reynslusiglingu í síðustu viku. Eftir að skipinu verður gefið nafn formlega í Florö næstkomandi laugardag tekur það stefnuna á loðnumiðin við Ísland.
Geir Magne Madsen kveðst vona að loðnuveiðarnar við Ísland verði komnar í gang þegar nýja skipin mætir til leiks.
Skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi en Vaagland Båtbyggeri í Halsa sá um verkið að öðru leyti.
Hér má sjá myndband af nýja Fiskebas í reynslusiglingunni í síðustu viku.