Karlarnir á frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK ráku upp stór augu þegar þeir fengu tólf túnfiska í trollið austan við Litla dýpi, þar sem þeir voru á makrílveiðum fyrr í þessum mánuði.
Að sögn Arnars Óskarssonar skipstjóra voru túnfiskarnir frá tveimur metrum og upp í 2,40 metra að lengd. Önnur skip á sömu slóð urðu ekki vör við neinn túnfisk. Uppákoma af þessu tagi er mjög sjaldgæf.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.