Áhöfnin á Ágústi GK fékk heldur betur vænan þorsk á línuna á Austfjarðamiðum á föstudaginn í síðustu viku, að því er fram kemur í frétt á vef Víkurfrétta.
Þorskurinn sem veiddist var 165 sentímetra langur en þyngdin á honum er eitthvað ólós en hann er talinn vera 45 til 50 kílóa þungur. „Aflinn þennan dag var mjög góður og kaldaskítur á miðunum,“ segir í fréttaskeyti frá áhöfninni til Víkurfrétta.