Skipverjar á Kristni SH fengu níu kílóa ýsu á línuna í gær. Ýsuna fengu þeir í svokölluðum Ál á Breiðafirði norðvestur af Snæfellsnesi.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Þar er þess jafnframt getið að ekki sé algengt að komið sé með svo stórar ýsur að landi. Nefnt er þó að Farsæll GK 162 hafi fengið 12 kílóa ýsu í dragnót í Reykjanesröstinni árið 2002.