Það bar til tíðinda í síðustu veiðiferð Oddeyrarinnar EA frá Akureyri á Vestfarðamið að skipverjar fengu merktan þorsk á Hampiðjutorginu niðri á 410 faðma dýpi.
Að sögn Pálma Hjörleifssonar skipstjóra var greinilega um að ræða grænlandsþorsk en merkið var ekki frá Hafró heldur erlent. Þó nokkuð mörg ár eru síðan íslenskir togaraskipstjórar urðu fyrst varir við að þorskur gekk frá Grænlandi yfir á Vestfjarðamið snemma árs og svo til baka yfir í grænlenska lögsögu að lokinni hrygningu við Ísland. Talið er líklegt að þorskurinn sé af íslenskum uppruna.
,,Óhemjumikið af þorski gengur þarna á milli. Spurningin er: Ætlum við bara að horfa á hann? Það er ekki víst að þessar göngur verði til frambúðar. Vitað er að skip hinum megin línunnar í grænlenskri lögsögu hafa veitt þennan fisk,” segir Pálmi.
Sjá nánar viðtal við Pálma í Fiskifréttum.