Áhöfnin á Bergey VE fékk heldur óvenjulegan „afla“  í trollið í dag þegar þeir drógu upp kaffifant í merkilega góðu ástandi sem einhver af skipverjum Hrafns Sveinbjarnarsonar GK 255 virðist hafa misst fyrir borð.

Áhöfn Bergeyjar sendi áhöfn Hrafns Sveinbjarnarsonar eftirfarandi skilaboð á Fésbók í tilefni þessa:

„Við fengum þessa glæsilegu könnu í fótreypistrollið þegar við skófum botninn við Péturseyna. Hún er merkt og eigandi getur nálgast hana í borðsalnum um borð í Bergey Ve 544."