Kjaraviðræður Landssambands smábátaeigenda og Sjómannasambandsins standa nú yfir. Í lok þriðja fundar félaganna var ákveðið að óska eftir þátttöku fulltrúa Félags skipstjórnarmanna og Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Félögin tóku vel í beiðnina og mæta til næsta fundar sem haldinn verður nk. miðvikudag 14. desember. Frá þessu er skýrt á vef LS.