Fiskaflinn í nýliðnum febrúar nam 210.000 tonnum samanborið við 107.000 tonn í sama mánuði í fyrra. ástæðan er fyrst og fremst aukinn uppsjávarafli vegna aukins loðnukvóta.
Afli uppsjávartegunda nam tæpum 173.000 tonnum, sem er um 110.000 tonnum meiri afli en í febrúar 2010. Aukningu í uppsjávarafla má rekja til rúmlega 171.000 tonna loðnuafla í febrúar samanborið við 55.000 tonn í febrúar 2010.
Nær enginn síldarafli, eða 7 tonn, var í febrúarmánuði og dróst hann saman um 1.980 tonn frá fyrra ári. Afli gulldeplu nam 2.200 tonnum sem er samdráttur um tæp 3.500 tonn miðað við febrúar 2010.
Botnfiskafli dróst saman um tæp 7.700 tonn frá febrúar 2010 og nam rúmum 33.700 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 18.000 tonn, sem er samdráttur um 2.600 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam rúmum 4.600 tonnum sem er um 1.900 tonnum minni afli en í febrúar 2010. Karfaaflinn dróst saman um 1.900 tonn samanborið við febrúar 2010 og nam tæpum 4.200 tonnum.
Um 2.500 tonn veiddust af ufsa sem er um 400 tonnum minni afli en í febrúar 2010.Flatfiskaflinn var rúm 2.700 tonn í febrúar 2011 og jókst um tæp 800 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 514 tonnum samanborið við um 414 tonna afla í febrúar.
Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands .