Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um rúma fjórðung á föstu verði í febrúar 2014 samanborið við febrúar árið áður. Í tonnum talið dróst afli saman um 56% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja, en hann minnkaði úr 186 þúsund tonnum í 56 þús. tonn.
Botnfiskafli dróst mun minna saman í febrúar milli ára heldur en uppsjávarafli eða um 10,5%.
Magnvísitalan tekur tillit til verðhlutfalla milli einstakra fisktegunda og þar sem botnfiskaflinn er verðmætari en uppsjávaraflinn er samdráttur aflans á föstu verði mun lægri í prósentum talið heldur en samdráttur aflans í tonnum.
Sjá nánar á vef Hagstofunnar.