Samtals 219 manns var bjargað af tveimur ísflekum sem rekið höfðu frá landi í Rigaflóanum í suðausturhluta Eystrasalts á föstudaginn langa. Flestir mannanna voru þar að veiðum.
Þyrlur voru í stöðugum flutningum milli lands og íss að bjarga fólkinu. Allir sluppu án skaða.
Veiðar á ís eru afskaplega vinsælt sport í Lettlandi. Á föstudaginn langa drógu óvenjumargir fram veiðistöngina, héldu út á ísinn og nýttu frídaginn til veiða. Veiðitímabilið hafði verið framlengt vegna þess að vorið hefur verið kalt.
Á fimmtudaginn var hins vegar spáð hláku og sterkum vindi af landi. Við slík skilyrði brotnar ísinn í stóra fleka og rekur út á flóann. Stjórnvöld sendu út veðurviðvörun en allt kom fyrir ekki. Fjöldi manns lét viðvaranir sem vind um eyrun þjóta.
Reyndar er það svo að á ári hverju er veiðimönnum bjargað af ísflekum sem rekið hafa frá landi. Árlega drukkna margir menn sem hafa hætt sér út á of þunnan ís.
Sjá myndir á vef BBC http://www.bbc.co.uk/news/world-europe-21977644