Ferðir dýra hafa löngum verið mönnum hugleiknar. Flest dýr sýna far í tengslum við fæðuöflun og æxlun og á það t.d. við um fiska sem fara yfirleitt í fæðu- og hrygningargöngur. Veiðimenn hafa í gegnum tíðina aflað sér þekkingar á því hvenær dýr komu og fóru á tiltekin svæði og vísindamenn hafa merkt dýr í rannsóknaskyni.

Fyrstur til að merkja steinbít hér við land var danski fiskifræðingurinn Åge Vedel Tåning en undir hans stjórn voru 140 steinbítar merktir í Faxaflóa og Skjálfanda á árunum 1933-1936. Verulegt átak var gert í steinbítsmerkingum á árunum 1966-1975 en þá voru merktir tæplega 13 þúsund steinbítar við Ísland og sýndu þær merkingar helstu göngur steinbíts þ.e. fæðu- og hrygningargöngur [1]. Á haustin fer steinbítur frá tiltölulega grunnu hafsvæði dýpra til að hrygna og í janúar-mars kemur hann aftur á grynnra hafsvæði í fæðuleit. Á árunum 2010-2012 merktu Jóhannes Sturlaugsson og félagar [2] 16 steinbíta með hljóðsendimerkjum í Hvalfirði, en til að nema sendingar slíkra merkja var komið fyrir baujum með ákveðnu millibili á tilteknum svæðum í Hvalfirði.

Niðurstöður sýndu að steinbítarnir fóru úr firðinum á tímabilinu júní-ágúst og komu aftur í janúar-apríl. Einnig má geta rannsókna Erlendar Bogasonar á fari steinbíts við Strýturnar í Eyjafirði, en hrygnurnar þar fara strax eftir hrygningu sem er almennt í september, en hængarnir verða eftir og gæta hrognaklasanna, en fara á tímabilinu janúar-mars þegar hrognaklasarnir klekjast út. Hængarnir koma svo flestir aftur í maí, en hrygnurnar í júlí (Heimild: Samtal við Erlend Bogason, 24. júlí 2019). Þessar rannsóknir sýna allar tryggð steinbíts við fæðu og hrygningarsvæði, en það er hinsvegar óljóst hve mikil þessi tryggð er. Einnig sýna þessar rannsóknir að steinbítur við Ísland virðist alltaf fara af hrygningarslóð á fæðuslóð og svo öfugt, en rannsókn á fari steinbíts með hljóðsendimerkjum á svæði við Kanada sem var 8 km í þvermál, sýndi að um 70% steinbítanna var á því svæði allt árið [3]. Þetta er í samræmi við rannsókn Robichaud og Rose á fari þorsks í Norður Atlantshafi [4].

Rannsóknarstyrkur

Forsaga þessarar rannsóknar er að árið 2010 fékk Hafrannsóknastofnun styrk frá Verkefnasjóði sjávarútvegsins til að rannsaka m.a. tengsl erfðafræði og fars hjá steinbít. Forsenda rannsóknarinar var að styrkur fengist til að kaupa rafeindamerki, en Hafrannsóknastofnun legði á móti til mannskap og skip til merkinga. Árið 2012 fékk Hafrannsóknastofnun síðan styrk frá Tækjasjóði Rannsóknamiðstöðar Íslands (Rannís) til kaupa á rúmlega 300 rafeindamerkjum sem mæla hitastig, dýpi og tíma, til að merkja steinbít.

Árið 2011 var stofnuð samstarfsnefnd sjómanna, útvegsmanna og fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar um steinbítsrannsóknir og á fundum samstarfsnefndarinar var ákveðið á hvaða svæðum skildi merkja. Af hrygningarsvæðum var Látragunn eina svæðið sem var valið m.a. af því að þar var talsverð steinbítsveiði og önnur hrygningarsvæði steinbíts voru lítt þekkt. Á Látragrunni var líka 1000 km2 svæði sem var lokað fyrir veiðum á hrygningar og klaktíma steinbíts,en bæði stærð og staðsetning svæðisins höfðu verið umdeild. Fæðusvæðin voru almennt valin m.t.t. að þau væru mikilvæg veiðisvæði steinbíts (Mynd 1).

Mynd 1. Dreifing veiða á steinbít 2012-2017 (tonn á sjm2) byggt á afladagbókum, a) ágúst-desember, b) janúar-júlí. Dýptarlínurnar sýna 200 m og 500 m dýpi. Bláu línurnar sýna svæðin sem merkt var á a) Látragrunn, b) fæðusvæðin.

Á árunum 2012-2015 voru 923 steinbítar merktir með slöngumerkjum þar af 358 líka með rafeindamerkjum á sex svæðum umhverfis Ísland. Aðeins einn fiskur hefur endurheimst af merkingum á 40 steinbítum á Glettinganesgrunni og því verður ekki fjallað nánar um það svæði (Mynd 2 og Tafla 1).

Mynd 2. a) Endurheimtur af merkingum á Látragrunni; b) endurheimtur af merkingum á fæðuslóð, brotnar línur vísa til endurheimtustaða fiska sem fengust fyrir utan fæðuslóðina sem þeir voru merktir á. Punktar sýna endurheimtur á hrygningartíma (ágúst-desember) og þríhyrningar á fæðutíma (janúar-júlí).

Tafla 1. Stærð merkingarsvæðanna, dagsetning merkingar, veiðidýpi og veiðarfæri. Fjöldi fiska sem var merktur, og hlutfall endurheimta (í svigum eru sambærilegar tölur fyrir fiska sem voru merktir með rafeindamerkjum). Afli fyrir hvert svæði frá merkingu til loka ársins 2017 skv. afladagbókum.
Tafla 1. Stærð merkingarsvæðanna, dagsetning merkingar, veiðidýpi og veiðarfæri. Fjöldi fiska sem var merktur, og hlutfall endurheimta (í svigum eru sambærilegar tölur fyrir fiska sem voru merktir með rafeindamerkjum). Afli fyrir hvert svæði frá merkingu til loka ársins 2017 skv. afladagbókum.

Tafla 1. Stærð merkingarsvæðanna, dagsetning merkingar, veiðidýpi og veiðarfæri. Fjöldi fiska sem var merktur, og hlutfall endurheimta (í svigum eru sambærilegar tölur fyrir fiska sem voru merktir með rafeindamerkjum). Afli fyrir hvert svæði frá merkingu til loka ársins 2017 skv. afladagbókum.

Alls hafa 119 steinbítar endurheimst af þeim 883 sem merktir voru eða 14%. Af steinbítum sem merktir voru bæði með slöngu- og rafeindamerkjum fengust 86 fiskar eða 25% sem er hlutfallslega mun meira en af þeim fiskum sem merktir voru einungis með slöngumerkjum, en af þeim hafa endurheimst 33 fiskar eða 6%. Ástæðan fyrir þessum mun er væntanlega að slöngumerkið er fest útvortis á steinbítinn rétt fyrir neðan bakuggann, en rafeindamerkinu er komið fyrir aftarlega í kviðarholi fisksins, en gul slanga sem stendur út úr kviðarholinu er fest við merkið (Sjá mynd í upphafi greinar). Fiskurinn á því mun auðveldar með að losa sig við slöngumerkið en rafeindamerkið, en hvernig það gerist er óljóst. Tíminn sem fiskarnar voru í sjó frá merkingu og þar til að þeir voru endurheimtir var 8-1582 dagar, að meðaltali 346 dagar.

Hrygningarsvæði

Látragrunn er stærsta hrygningarsvæði steinbíts við Ísland, en talið er að um 40% af hrygningu steinbíts fari þar fram [5]. Sjávarbotninn á Látragrunni er tiltölulega flatur og dýpi á bilinu 135-166 m. Dýptarferlar úr rafeindamerkjum af fiskum sem merktir voru á Látragrunni voru almennt mjög skýrir varðandi það hvenær fiskur kom á Látragrunn eða fór af því og þar með hversu lengi hann dvaldi á hrygningarsvæðinu (Mynd 4 og 5). Þessar niðurstöður voru því notaðar til að skilgreina hrygningar- (ágúst-desember) og fæðutíma (janúar-júlí) steinbíts sem viðmið í þessari rannsókn.

Mynd 4. Dýptarferill steinbítshængs sem var merktur á Látragrunni 2. desember 2012 og endurheimtist þar 1400 dögum síðar eða 2. október 2016. Lóðréttu punktalínurnar sýna áramót.

Mynd 4. Dýptarferill steinbítshængs sem var merktur á Látragrunni 2. desember 2012 og endurheimtist þar 1400 dögum síðar eða 2. október 2016. Lóðréttu punktalínurnar sýna áramót.
Mynd 4. Dýptarferill steinbítshængs sem var merktur á Látragrunni 2. desember 2012 og endurheimtist þar 1400 dögum síðar eða 2. október 2016. Lóðréttu punktalínurnar sýna áramót.

Mynd 5. Meðal dýpis- og hitaferlar steinbíta (11 hængar, 9 hrygnur og 7 ókyngreindir) sem voru merktir með rafeindamerkjum á Látragrunni og komu þangað aftur. Gráa svæðið sýnir breytileikann í dýpis- og hitaferlunum.

Talsvert var um endurheimtur fyrstu mánuðina en ákveðið var að nota ekki þann fisk í greiningu á því hvenær steinbítur fer af Látragrunni, því að dæmi voru um að merktir fiskar færu strax af svæðinu eftir að þeim var sleppt, hugsanlega vegna áhrifa merkingarinnar. Því voru einungis notaðir steinbítar sem höfðu a.m.k. komið einu sinni aftur á Látragrunn frá því að þeir voru merktir. Niðurstöður sýndu að almennt fór steinbítur af fæðuslóð í seinni hluta júlí og var kominn á Látragrunn rétt fyrir miðjan ágúst. Frá þessu eru nokkrar undantekningar, dæmi voru um steinbíta sem komnir voru á Látragrunn um miðja júlí og líka um fiska sem komu ekki fyrr en í byrjun október. Hrygningargangan, þ.e. ferðin frá fæðuslóð á hrygningarslóð, tók að meðaltali um tvær vikur.

Ekki var kynjamunur á því hvenær fiskarnir komu á Látragrunn. Þessi niðurstaða kom á óvart, því að samkvæmt sýnum úr steinbítsafla af Látragrunni frá árunum 2002-2016, var hlutfall hrygna í ágúst og september aðeins 10%, en jókst þegar leið á árið og var orðið 50% í byrjun nóvember. Hugsanlega er atferli steinbítshænga þannig að þeir eru veiðanlegri en hrygnur í byrjun hrygningartímans.

Hrygnur yfirgáfu Látragrunn á tímabilinu 28. nóvember til 27. janúar og hængarnir frá 23. janúar til 17. apríl. Að meðaltali voru hængar tæpum tveim mánuðum lengur á hrygningarslóðinni en hrygnur, sem fóru almennt í kringum áramótin, en hængar í seinni hluta febrúar. Það er líklega vegna þess að hængar gæta eggjaklasanna á klaktímanum [6], og því bendir þetta til að flestar steinbítslirfur á Látragrunni klekist út í seinni hluta febrúar. Steinbítur byrjar að hrygna á Látragrunni seinni hluta september, hrygningin nær hámarki í byrjun október og er lokið í byrjun nóvember [5]. Samkvæmt þessu er klaktími steinbítseggja á Látragrunni um 4-5 mánuðir.

Þrátt fyrir að hrygnur séu flestar búnar að hrygna í byrjun október fara þær almennt ekki af hrygningarslóðinni fyrr en um þremur mánuðum seinna. Hugsanlega er það tengt því að steinbítur skiptir árlega um tennur. Það ferli byrjar í september og er lokið í kringum áramótin hjá hrygnum en seinna hjá hængum [1]. Því er steinbíturinn með nýjar tennur þegar hann yfirgefur Látragrunn.

Tryggð steinbíts við Látragrunn var metin 95%. Allir 20 steinbítarnir (15 merktir með rafeindamerki og 5 bara með slöngumerki) sem voru merktir á Látragrunni og veiddust aftur á síðari hrygningartímabilum, fengust á Látragrunni. Undantekningin er ein steinbítshrygna með rafeindamerki, sem endurheimtist út af Skálavík þann 29. ágúst 2013. Hugsanlegt er að sá fiskur hefði gengið á Látragrunn, því eins og komið hefur fram eru dæmi um að steinbítar væru að koma á Látragrunn í byrjun október. Af þeim 15 steinbítum sem endurheimtust með rafeindamerki sýndu dýptarferlar 14 fiska (93%) að þeir fóru og komu aftur á Látragrunn.

Annað sem kom í ljós var að um 50% steinbíta sem endurheimtust á Látragrunni veiddust innan við 10 km frá þeim stað sem þeir voru merktir á, en rannsóknarsvæðið á Látragrunni er um 40 km breitt og 70 km langt. Þessi tala um fjarlægð frá merkingarstað er þó ónákvæm, því steinbítarnir veiddust í 15-30 km löngum togum, en endurheimtustaðurinn sem var gefinn upp var miðjan á toginu og ekkert vitað um hvar á toginu fiskurinn kom í vörpuna.

Fæðusvæði

Tryggð steinbíts við fæðusvæði var metin 91% þegar gögn frá öllum fæðusvæðunum voru notuð. Allir 25 steinbítarnir (15 merktir með rafeindamerkjum og 8 bara með slöngumerkjum) endurheimtust á síðari fæðutímabilum á þeirri fæðuslóð sem þeir voru merktir á, nema 2 steinbítar merktir á svæðinu út af Horni. Annar þeirra endurheimtist út af Skálavík en hinn á Kögurgrunni. Eins og sést á mynd 1b, er tryggð við önnur fæðusvæði metin 100%. Af þeim 15 steinbítum sem veiddust með rafeindamerki sýndu dýptarferlar fiskanna að þeir fóru allir af svæðinu en 13 (87%) komu aftur á sama svæðið.

Tveir hængar sem merktir voru á fæðuslóð fóru á Látragrunn. Annar var merktur út af Skálavík en veiddist aftur á Látragrunni 17. ágúst 2013. Hinn var merktur í Garðsjónum og var samkvæmt dýpisferli á Látragrunni á hrygningartíma 2013-2014. Hann endurheimtist við Öndverðanes þann 12. ágúst 2014, mögulega á leið á Látragrunn.

Samkvæmt gögnum úr rafeindamerkjum þá virðist fiskur merktur út af Skálavík hafa farið á tvö hrygningarsvæði auk Látragrunns; annað á um 110 m dýpi og hitt á 200-230 m dýpi. Sama á við um steinbít sem var merktur í Garðsjónum, nema dýpi á tveimur hrygningarsvæðum utan Látragrunns var um 60 m og um 200 m. Enginn af endurheimtum steinbítunum sem merktir voru út af Horni eða við Papey (Bótin) fóru á Látragrunn til hrygningar. Steinbítur af fyrrnefnda svæðinu virðist fara á tvö hrygningarsvæði; annað á 110-125 m og hitt á um 200 m dýpi. Sama á við um steinbít sem merktur var við Papey en dýpið á þeim tveimur hrygningarsvæðum sem þeir fóru á var 105-125 m og um 200 m (Mynd 1b).

Tveir fiskar sem merktir voru við Papey endurheimtust þar á hrygningartíma eða 25. september 2015 (hængur) og 14. ágúst 2017 (hrygna), í Garðsjónum endurheimtist líka hængur á hrygningartíma eða 1. september 2014. Þessar endurheimtur á skilgreindum hrygningartíma staðfesta ekki að þessir fiskar hefðu dvalið allt árið á því svæði sem þeir voru endurheimtir á, því að eldri dýpisferlar frá þessum svæðum höfðu sýnt seinni brottför af þeim. Hrygnan sem var endurheimt við Papey hafði áður farið af svæðinu 25. september og ein hrygna fór 6. september frá Garðsjónum Einnig, enginn af dýptarferlinum frá endurheimtum fiskum sem merktir voru við Papey eða í Garðsjónum sýndi að fiskurinn væri þar allt árið. Einnig má benda á að veiði á steinbít við Papey dettur niður eftir september og byrjar svo aftur í apríl þegar hann kemur aftur á svæðið (Heimild: Samtal við Þorsteinn Guðmundsson, 13. ágúst 2019).

Umræður

Tryggð fiska við hrygningarsvæði stuðlar að erfðafræðilegum mun hópa innan tegundar. Fari t.d. hópur fiska á hrygningarsvæði sem aðrir fiskar sömu tegundar fara ekki á, má gera ráð fyrir því að sá hópur sé eða verði með tímanum erfðafræðilega frábrugðinn öðrum fiskum sömu tegundar. Til að vernda erfðamengi fisktegundar er því mikilvægt að það sé sjálfbær nýting á öllum undirhópum. Rannsókn á erfðabreytileika steinbíts milli Vestfjarða og Austfjarða sýndi engan mun, þó talsverður munur væri á vexti og kynþroska steinbíts á milli þessara svæða [7,8]. Þessi niðurstaða útilokar samt ekki að erfðabreytileiki sé milli steinbíta frá þessum svæðum, því í rannsókninni voru notuð erfðamörk (e: microsatellite markers). Hugsanlega hefði niðurstaðan orðið önnur ef nýjustu aðferðir erfðafræðinnar hefðu verið notaðar.

Merkingarnar 2012-2015 sýndu að sumir steinbítar í Skálavík og Garðsjó ganga til hrygningar á Látragrunn og gera má ráð fyrir að steinbítar á fæðusvæðum á milli þessara svæða geri það líka sbr. endurheimtur á steinbít merktum á Látragrunni á fæðutíma og tryggðar steinbíts við Látragrunn (Mynd 1a). Steinbítur sem merktur var út af Horni fór ekki til hrygningar á Látragrunn heldur á tvö önnur hrygningarsvæði sem voru með álíka dýpi og steinbíturinn sem merktur var við Skálavík fór á, þannig að líklegt er að einhverjir steinbítar af þessum tveimur svæðum hrygni á sama svæði. Steinbítur sem var merktur við Papey var einangraður frá öðrum svæðum í rannsókninni. Hugsanlega blandast hann steinbítum af öðrum fæðusvæðum fyrir suðaustan land á þeim hrygningarsvæðum sem hann fer á. Fjöldi endurheimta miðað við afla bendir til að hér sé um tiltölulegan lítinn hóp steinbíts að ræða þannig að skynsamlegt væri að fylgjast með veiðum á honum og grípa til verndunaraðgerða ef sókn á svæðið eykst.

Næsta skref í rannsóknum á fari steinbíts er að nota sjávarfallalíkan. Tímasetning sjávarfalla er ólík eftir svæðum þannig að með því að bera dýptarferil og tíma, sem skráður er í rafeindamerkið, saman við sjávarfallalíkan má áætla hvar steinbíturinn hefur verið á hverjum tíma. Sú rannsókn gæti m.a. varpað ljósi á staðsetningu annarra hugsanlegra hrygningarsvæða en Látragrunns og hvaða leiðir steinbítur fer á hrygningar- og fæðuslóð.

Þetta verkefni var styrkt af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins (samkeppnisdeild) og Tækjasjóði Rannsóknamiðstöðar Íslands (Rannís). Við viljum þakka sjómönnum sem hafa skilað merkjum, skipstjórunum Erni Ólafssyni, Þorsteini Guðmundssyni, Steinari Ásgeirssyni og öðrum sem hafa tekið þátt í verkefninu. Sérstakar þakkir fá skipstjórarnir Pétur Birgisson, Guðmundur Einarsson og útgerðamaðurinn Karl Sveinsson fyrir hjálp við framkvæmd og skipulagningu rannsóknarinnar. Einnig þökkum við starfsfólki Hafrannsóknastofnunar sem komu að þessari rannsókn og þá sérstaklega Hjalta Karlssyni, Hlyni Péturssyni og Sigurlínu Gunnarsdóttur.

Höfundar: Ásgeir Gunnarsson, Jón Sólmundsson, Guðjón Sigurðsson, Höskuldur Björnsson og Christohe Pampoulie.

Heimildir:

  1. Jónsson G (1982). Contribution to the biology of catfish (Anarhichas lupus) at Iceland. Rit Fiskideildar 6: 3-26.
  2. Sturlaugsson J, Geirdal E, Geirdal G (2012). Gönguhegðun steinbíts í Hvalfirði. Laxfiskar, Reykjavík.
  3. Simpson MR, Mello LGS, Miri CM, Collins R, Holloway C, Maddigan T (2015). A preliminary analysis of habitat use and movement patterns of Wolffish (Anarhichas spp.) in coastal Newfoundland waters. DFO Can. Sci. Advis. Sec. Res. Doc. 2014/033. v + 27 p.
  4. Robichaud D, Rose GA (2004). Migratory behaviour and range in Atlantic cod: Inference from a century of tagging. Fish and Fishheries 5, 185–214
  5. Gunnarsson Á, Björnsson H, Elvarsson B, Pampoulie C (2016). Spatio-temporal variation in the reproduction timing of Atlantic Wolffish (Anarhichas lupus L) in Icelandic waters and its relationship with size. Fisheries Research 183, 404–409.
  6. Keats DW, South GR, Steele DH (1985). Reproduction and egg guarding by Atlantic wolffish (Anarhichas lupus: Anarhichidae) and ocean pout (Marcozoarces americanus: Zoarcidae) in Newfoundland waters. Canadian Journal of Zoology 63, 2565–2568.
  7. Pampoulie C, Skirnisdóttir S, Daníelsdóttir AK, Gunnarsson Á (2012). Genetic structure of the Atlantic wolffish (Anarhichas lupus L.) at Icelandic fishing grounds:another evidence of panmixia in Iceland? ICES Journal of Marine Science 69, 508-515.
  8. Gunnarsson Á, Hjörleifsson E, Þórarinsson K, Marteinsdóttir G (2006). Growth, maturity and fecundity of wolffish Anarhichas lupus L. in Icelandic waters. Journal of Fish Biology 68, 1158-1176.

Ferðir dýra hafa löngum verið mönnum hugleiknar. Flest dýr sýna far í tengslum við fæðuöflun og æxlun og á það t.d. við um fiska sem fara yfirleitt í fæðu- og hrygningargöngur. Veiðimenn hafa í gegnum tíðina aflað sér þekkingar á því hvenær dýr komu og fóru á tiltekin svæði og vísindamenn hafa merkt dýr í rannsóknaskyni.

Fyrstur til að merkja steinbít hér við land var danski fiskifræðingurinn Åge Vedel Tåning en undir hans stjórn voru 140 steinbítar merktir í Faxaflóa og Skjálfanda á árunum 1933-1936. Verulegt átak var gert í steinbítsmerkingum á árunum 1966-1975 en þá voru merktir tæplega 13 þúsund steinbítar við Ísland og sýndu þær merkingar helstu göngur steinbíts þ.e. fæðu- og hrygningargöngur [1]. Á haustin fer steinbítur frá tiltölulega grunnu hafsvæði dýpra til að hrygna og í janúar-mars kemur hann aftur á grynnra hafsvæði í fæðuleit. Á árunum 2010-2012 merktu Jóhannes Sturlaugsson og félagar [2] 16 steinbíta með hljóðsendimerkjum í Hvalfirði, en til að nema sendingar slíkra merkja var komið fyrir baujum með ákveðnu millibili á tilteknum svæðum í Hvalfirði.

Niðurstöður sýndu að steinbítarnir fóru úr firðinum á tímabilinu júní-ágúst og komu aftur í janúar-apríl. Einnig má geta rannsókna Erlendar Bogasonar á fari steinbíts við Strýturnar í Eyjafirði, en hrygnurnar þar fara strax eftir hrygningu sem er almennt í september, en hængarnir verða eftir og gæta hrognaklasanna, en fara á tímabilinu janúar-mars þegar hrognaklasarnir klekjast út. Hængarnir koma svo flestir aftur í maí, en hrygnurnar í júlí (Heimild: Samtal við Erlend Bogason, 24. júlí 2019). Þessar rannsóknir sýna allar tryggð steinbíts við fæðu og hrygningarsvæði, en það er hinsvegar óljóst hve mikil þessi tryggð er. Einnig sýna þessar rannsóknir að steinbítur við Ísland virðist alltaf fara af hrygningarslóð á fæðuslóð og svo öfugt, en rannsókn á fari steinbíts með hljóðsendimerkjum á svæði við Kanada sem var 8 km í þvermál, sýndi að um 70% steinbítanna var á því svæði allt árið [3]. Þetta er í samræmi við rannsókn Robichaud og Rose á fari þorsks í Norður Atlantshafi [4].

Rannsóknarstyrkur

Forsaga þessarar rannsóknar er að árið 2010 fékk Hafrannsóknastofnun styrk frá Verkefnasjóði sjávarútvegsins til að rannsaka m.a. tengsl erfðafræði og fars hjá steinbít. Forsenda rannsóknarinar var að styrkur fengist til að kaupa rafeindamerki, en Hafrannsóknastofnun legði á móti til mannskap og skip til merkinga. Árið 2012 fékk Hafrannsóknastofnun síðan styrk frá Tækjasjóði Rannsóknamiðstöðar Íslands (Rannís) til kaupa á rúmlega 300 rafeindamerkjum sem mæla hitastig, dýpi og tíma, til að merkja steinbít.

Árið 2011 var stofnuð samstarfsnefnd sjómanna, útvegsmanna og fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar um steinbítsrannsóknir og á fundum samstarfsnefndarinar var ákveðið á hvaða svæðum skildi merkja. Af hrygningarsvæðum var Látragunn eina svæðið sem var valið m.a. af því að þar var talsverð steinbítsveiði og önnur hrygningarsvæði steinbíts voru lítt þekkt. Á Látragrunni var líka 1000 km2 svæði sem var lokað fyrir veiðum á hrygningar og klaktíma steinbíts,en bæði stærð og staðsetning svæðisins höfðu verið umdeild. Fæðusvæðin voru almennt valin m.t.t. að þau væru mikilvæg veiðisvæði steinbíts (Mynd 1).

Mynd 1. Dreifing veiða á steinbít 2012-2017 (tonn á sjm2) byggt á afladagbókum, a) ágúst-desember, b) janúar-júlí. Dýptarlínurnar sýna 200 m og 500 m dýpi. Bláu línurnar sýna svæðin sem merkt var á a) Látragrunn, b) fæðusvæðin.

Á árunum 2012-2015 voru 923 steinbítar merktir með slöngumerkjum þar af 358 líka með rafeindamerkjum á sex svæðum umhverfis Ísland. Aðeins einn fiskur hefur endurheimst af merkingum á 40 steinbítum á Glettinganesgrunni og því verður ekki fjallað nánar um það svæði (Mynd 2 og Tafla 1).

Mynd 2. a) Endurheimtur af merkingum á Látragrunni; b) endurheimtur af merkingum á fæðuslóð, brotnar línur vísa til endurheimtustaða fiska sem fengust fyrir utan fæðuslóðina sem þeir voru merktir á. Punktar sýna endurheimtur á hrygningartíma (ágúst-desember) og þríhyrningar á fæðutíma (janúar-júlí).

Tafla 1. Stærð merkingarsvæðanna, dagsetning merkingar, veiðidýpi og veiðarfæri. Fjöldi fiska sem var merktur, og hlutfall endurheimta (í svigum eru sambærilegar tölur fyrir fiska sem voru merktir með rafeindamerkjum). Afli fyrir hvert svæði frá merkingu til loka ársins 2017 skv. afladagbókum.
Tafla 1. Stærð merkingarsvæðanna, dagsetning merkingar, veiðidýpi og veiðarfæri. Fjöldi fiska sem var merktur, og hlutfall endurheimta (í svigum eru sambærilegar tölur fyrir fiska sem voru merktir með rafeindamerkjum). Afli fyrir hvert svæði frá merkingu til loka ársins 2017 skv. afladagbókum.

Tafla 1. Stærð merkingarsvæðanna, dagsetning merkingar, veiðidýpi og veiðarfæri. Fjöldi fiska sem var merktur, og hlutfall endurheimta (í svigum eru sambærilegar tölur fyrir fiska sem voru merktir með rafeindamerkjum). Afli fyrir hvert svæði frá merkingu til loka ársins 2017 skv. afladagbókum.

Alls hafa 119 steinbítar endurheimst af þeim 883 sem merktir voru eða 14%. Af steinbítum sem merktir voru bæði með slöngu- og rafeindamerkjum fengust 86 fiskar eða 25% sem er hlutfallslega mun meira en af þeim fiskum sem merktir voru einungis með slöngumerkjum, en af þeim hafa endurheimst 33 fiskar eða 6%. Ástæðan fyrir þessum mun er væntanlega að slöngumerkið er fest útvortis á steinbítinn rétt fyrir neðan bakuggann, en rafeindamerkinu er komið fyrir aftarlega í kviðarholi fisksins, en gul slanga sem stendur út úr kviðarholinu er fest við merkið (Sjá mynd í upphafi greinar). Fiskurinn á því mun auðveldar með að losa sig við slöngumerkið en rafeindamerkið, en hvernig það gerist er óljóst. Tíminn sem fiskarnar voru í sjó frá merkingu og þar til að þeir voru endurheimtir var 8-1582 dagar, að meðaltali 346 dagar.

Hrygningarsvæði

Látragrunn er stærsta hrygningarsvæði steinbíts við Ísland, en talið er að um 40% af hrygningu steinbíts fari þar fram [5]. Sjávarbotninn á Látragrunni er tiltölulega flatur og dýpi á bilinu 135-166 m. Dýptarferlar úr rafeindamerkjum af fiskum sem merktir voru á Látragrunni voru almennt mjög skýrir varðandi það hvenær fiskur kom á Látragrunn eða fór af því og þar með hversu lengi hann dvaldi á hrygningarsvæðinu (Mynd 4 og 5). Þessar niðurstöður voru því notaðar til að skilgreina hrygningar- (ágúst-desember) og fæðutíma (janúar-júlí) steinbíts sem viðmið í þessari rannsókn.

Mynd 4. Dýptarferill steinbítshængs sem var merktur á Látragrunni 2. desember 2012 og endurheimtist þar 1400 dögum síðar eða 2. október 2016. Lóðréttu punktalínurnar sýna áramót.

Mynd 4. Dýptarferill steinbítshængs sem var merktur á Látragrunni 2. desember 2012 og endurheimtist þar 1400 dögum síðar eða 2. október 2016. Lóðréttu punktalínurnar sýna áramót.
Mynd 4. Dýptarferill steinbítshængs sem var merktur á Látragrunni 2. desember 2012 og endurheimtist þar 1400 dögum síðar eða 2. október 2016. Lóðréttu punktalínurnar sýna áramót.

Mynd 5. Meðal dýpis- og hitaferlar steinbíta (11 hængar, 9 hrygnur og 7 ókyngreindir) sem voru merktir með rafeindamerkjum á Látragrunni og komu þangað aftur. Gráa svæðið sýnir breytileikann í dýpis- og hitaferlunum.

Talsvert var um endurheimtur fyrstu mánuðina en ákveðið var að nota ekki þann fisk í greiningu á því hvenær steinbítur fer af Látragrunni, því að dæmi voru um að merktir fiskar færu strax af svæðinu eftir að þeim var sleppt, hugsanlega vegna áhrifa merkingarinnar. Því voru einungis notaðir steinbítar sem höfðu a.m.k. komið einu sinni aftur á Látragrunn frá því að þeir voru merktir. Niðurstöður sýndu að almennt fór steinbítur af fæðuslóð í seinni hluta júlí og var kominn á Látragrunn rétt fyrir miðjan ágúst. Frá þessu eru nokkrar undantekningar, dæmi voru um steinbíta sem komnir voru á Látragrunn um miðja júlí og líka um fiska sem komu ekki fyrr en í byrjun október. Hrygningargangan, þ.e. ferðin frá fæðuslóð á hrygningarslóð, tók að meðaltali um tvær vikur.

Ekki var kynjamunur á því hvenær fiskarnir komu á Látragrunn. Þessi niðurstaða kom á óvart, því að samkvæmt sýnum úr steinbítsafla af Látragrunni frá árunum 2002-2016, var hlutfall hrygna í ágúst og september aðeins 10%, en jókst þegar leið á árið og var orðið 50% í byrjun nóvember. Hugsanlega er atferli steinbítshænga þannig að þeir eru veiðanlegri en hrygnur í byrjun hrygningartímans.

Hrygnur yfirgáfu Látragrunn á tímabilinu 28. nóvember til 27. janúar og hængarnir frá 23. janúar til 17. apríl. Að meðaltali voru hængar tæpum tveim mánuðum lengur á hrygningarslóðinni en hrygnur, sem fóru almennt í kringum áramótin, en hængar í seinni hluta febrúar. Það er líklega vegna þess að hængar gæta eggjaklasanna á klaktímanum [6], og því bendir þetta til að flestar steinbítslirfur á Látragrunni klekist út í seinni hluta febrúar. Steinbítur byrjar að hrygna á Látragrunni seinni hluta september, hrygningin nær hámarki í byrjun október og er lokið í byrjun nóvember [5]. Samkvæmt þessu er klaktími steinbítseggja á Látragrunni um 4-5 mánuðir.

Þrátt fyrir að hrygnur séu flestar búnar að hrygna í byrjun október fara þær almennt ekki af hrygningarslóðinni fyrr en um þremur mánuðum seinna. Hugsanlega er það tengt því að steinbítur skiptir árlega um tennur. Það ferli byrjar í september og er lokið í kringum áramótin hjá hrygnum en seinna hjá hængum [1]. Því er steinbíturinn með nýjar tennur þegar hann yfirgefur Látragrunn.

Tryggð steinbíts við Látragrunn var metin 95%. Allir 20 steinbítarnir (15 merktir með rafeindamerki og 5 bara með slöngumerki) sem voru merktir á Látragrunni og veiddust aftur á síðari hrygningartímabilum, fengust á Látragrunni. Undantekningin er ein steinbítshrygna með rafeindamerki, sem endurheimtist út af Skálavík þann 29. ágúst 2013. Hugsanlegt er að sá fiskur hefði gengið á Látragrunn, því eins og komið hefur fram eru dæmi um að steinbítar væru að koma á Látragrunn í byrjun október. Af þeim 15 steinbítum sem endurheimtust með rafeindamerki sýndu dýptarferlar 14 fiska (93%) að þeir fóru og komu aftur á Látragrunn.

Annað sem kom í ljós var að um 50% steinbíta sem endurheimtust á Látragrunni veiddust innan við 10 km frá þeim stað sem þeir voru merktir á, en rannsóknarsvæðið á Látragrunni er um 40 km breitt og 70 km langt. Þessi tala um fjarlægð frá merkingarstað er þó ónákvæm, því steinbítarnir veiddust í 15-30 km löngum togum, en endurheimtustaðurinn sem var gefinn upp var miðjan á toginu og ekkert vitað um hvar á toginu fiskurinn kom í vörpuna.

Fæðusvæði

Tryggð steinbíts við fæðusvæði var metin 91% þegar gögn frá öllum fæðusvæðunum voru notuð. Allir 25 steinbítarnir (15 merktir með rafeindamerkjum og 8 bara með slöngumerkjum) endurheimtust á síðari fæðutímabilum á þeirri fæðuslóð sem þeir voru merktir á, nema 2 steinbítar merktir á svæðinu út af Horni. Annar þeirra endurheimtist út af Skálavík en hinn á Kögurgrunni. Eins og sést á mynd 1b, er tryggð við önnur fæðusvæði metin 100%. Af þeim 15 steinbítum sem veiddust með rafeindamerki sýndu dýptarferlar fiskanna að þeir fóru allir af svæðinu en 13 (87%) komu aftur á sama svæðið.

Tveir hængar sem merktir voru á fæðuslóð fóru á Látragrunn. Annar var merktur út af Skálavík en veiddist aftur á Látragrunni 17. ágúst 2013. Hinn var merktur í Garðsjónum og var samkvæmt dýpisferli á Látragrunni á hrygningartíma 2013-2014. Hann endurheimtist við Öndverðanes þann 12. ágúst 2014, mögulega á leið á Látragrunn.

Samkvæmt gögnum úr rafeindamerkjum þá virðist fiskur merktur út af Skálavík hafa farið á tvö hrygningarsvæði auk Látragrunns; annað á um 110 m dýpi og hitt á 200-230 m dýpi. Sama á við um steinbít sem var merktur í Garðsjónum, nema dýpi á tveimur hrygningarsvæðum utan Látragrunns var um 60 m og um 200 m. Enginn af endurheimtum steinbítunum sem merktir voru út af Horni eða við Papey (Bótin) fóru á Látragrunn til hrygningar. Steinbítur af fyrrnefnda svæðinu virðist fara á tvö hrygningarsvæði; annað á 110-125 m og hitt á um 200 m dýpi. Sama á við um steinbít sem merktur var við Papey en dýpið á þeim tveimur hrygningarsvæðum sem þeir fóru á var 105-125 m og um 200 m (Mynd 1b).

Tveir fiskar sem merktir voru við Papey endurheimtust þar á hrygningartíma eða 25. september 2015 (hængur) og 14. ágúst 2017 (hrygna), í Garðsjónum endurheimtist líka hængur á hrygningartíma eða 1. september 2014. Þessar endurheimtur á skilgreindum hrygningartíma staðfesta ekki að þessir fiskar hefðu dvalið allt árið á því svæði sem þeir voru endurheimtir á, því að eldri dýpisferlar frá þessum svæðum höfðu sýnt seinni brottför af þeim. Hrygnan sem var endurheimt við Papey hafði áður farið af svæðinu 25. september og ein hrygna fór 6. september frá Garðsjónum Einnig, enginn af dýptarferlinum frá endurheimtum fiskum sem merktir voru við Papey eða í Garðsjónum sýndi að fiskurinn væri þar allt árið. Einnig má benda á að veiði á steinbít við Papey dettur niður eftir september og byrjar svo aftur í apríl þegar hann kemur aftur á svæðið (Heimild: Samtal við Þorsteinn Guðmundsson, 13. ágúst 2019).

Umræður

Tryggð fiska við hrygningarsvæði stuðlar að erfðafræðilegum mun hópa innan tegundar. Fari t.d. hópur fiska á hrygningarsvæði sem aðrir fiskar sömu tegundar fara ekki á, má gera ráð fyrir því að sá hópur sé eða verði með tímanum erfðafræðilega frábrugðinn öðrum fiskum sömu tegundar. Til að vernda erfðamengi fisktegundar er því mikilvægt að það sé sjálfbær nýting á öllum undirhópum. Rannsókn á erfðabreytileika steinbíts milli Vestfjarða og Austfjarða sýndi engan mun, þó talsverður munur væri á vexti og kynþroska steinbíts á milli þessara svæða [7,8]. Þessi niðurstaða útilokar samt ekki að erfðabreytileiki sé milli steinbíta frá þessum svæðum, því í rannsókninni voru notuð erfðamörk (e: microsatellite markers). Hugsanlega hefði niðurstaðan orðið önnur ef nýjustu aðferðir erfðafræðinnar hefðu verið notaðar.

Merkingarnar 2012-2015 sýndu að sumir steinbítar í Skálavík og Garðsjó ganga til hrygningar á Látragrunn og gera má ráð fyrir að steinbítar á fæðusvæðum á milli þessara svæða geri það líka sbr. endurheimtur á steinbít merktum á Látragrunni á fæðutíma og tryggðar steinbíts við Látragrunn (Mynd 1a). Steinbítur sem merktur var út af Horni fór ekki til hrygningar á Látragrunn heldur á tvö önnur hrygningarsvæði sem voru með álíka dýpi og steinbíturinn sem merktur var við Skálavík fór á, þannig að líklegt er að einhverjir steinbítar af þessum tveimur svæðum hrygni á sama svæði. Steinbítur sem var merktur við Papey var einangraður frá öðrum svæðum í rannsókninni. Hugsanlega blandast hann steinbítum af öðrum fæðusvæðum fyrir suðaustan land á þeim hrygningarsvæðum sem hann fer á. Fjöldi endurheimta miðað við afla bendir til að hér sé um tiltölulegan lítinn hóp steinbíts að ræða þannig að skynsamlegt væri að fylgjast með veiðum á honum og grípa til verndunaraðgerða ef sókn á svæðið eykst.

Næsta skref í rannsóknum á fari steinbíts er að nota sjávarfallalíkan. Tímasetning sjávarfalla er ólík eftir svæðum þannig að með því að bera dýptarferil og tíma, sem skráður er í rafeindamerkið, saman við sjávarfallalíkan má áætla hvar steinbíturinn hefur verið á hverjum tíma. Sú rannsókn gæti m.a. varpað ljósi á staðsetningu annarra hugsanlegra hrygningarsvæða en Látragrunns og hvaða leiðir steinbítur fer á hrygningar- og fæðuslóð.

Þetta verkefni var styrkt af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins (samkeppnisdeild) og Tækjasjóði Rannsóknamiðstöðar Íslands (Rannís). Við viljum þakka sjómönnum sem hafa skilað merkjum, skipstjórunum Erni Ólafssyni, Þorsteini Guðmundssyni, Steinari Ásgeirssyni og öðrum sem hafa tekið þátt í verkefninu. Sérstakar þakkir fá skipstjórarnir Pétur Birgisson, Guðmundur Einarsson og útgerðamaðurinn Karl Sveinsson fyrir hjálp við framkvæmd og skipulagningu rannsóknarinnar. Einnig þökkum við starfsfólki Hafrannsóknastofnunar sem komu að þessari rannsókn og þá sérstaklega Hjalta Karlssyni, Hlyni Péturssyni og Sigurlínu Gunnarsdóttur.

Höfundar: Ásgeir Gunnarsson, Jón Sólmundsson, Guðjón Sigurðsson, Höskuldur Björnsson og Christohe Pampoulie.

Heimildir:

  1. Jónsson G (1982). Contribution to the biology of catfish (Anarhichas lupus) at Iceland. Rit Fiskideildar 6: 3-26.
  2. Sturlaugsson J, Geirdal E, Geirdal G (2012). Gönguhegðun steinbíts í Hvalfirði. Laxfiskar, Reykjavík.
  3. Simpson MR, Mello LGS, Miri CM, Collins R, Holloway C, Maddigan T (2015). A preliminary analysis of habitat use and movement patterns of Wolffish (Anarhichas spp.) in coastal Newfoundland waters. DFO Can. Sci. Advis. Sec. Res. Doc. 2014/033. v + 27 p.
  4. Robichaud D, Rose GA (2004). Migratory behaviour and range in Atlantic cod: Inference from a century of tagging. Fish and Fishheries 5, 185–214
  5. Gunnarsson Á, Björnsson H, Elvarsson B, Pampoulie C (2016). Spatio-temporal variation in the reproduction timing of Atlantic Wolffish (Anarhichas lupus L) in Icelandic waters and its relationship with size. Fisheries Research 183, 404–409.
  6. Keats DW, South GR, Steele DH (1985). Reproduction and egg guarding by Atlantic wolffish (Anarhichas lupus: Anarhichidae) and ocean pout (Marcozoarces americanus: Zoarcidae) in Newfoundland waters. Canadian Journal of Zoology 63, 2565–2568.
  7. Pampoulie C, Skirnisdóttir S, Daníelsdóttir AK, Gunnarsson Á (2012). Genetic structure of the Atlantic wolffish (Anarhichas lupus L.) at Icelandic fishing grounds:another evidence of panmixia in Iceland? ICES Journal of Marine Science 69, 508-515.
  8. Gunnarsson Á, Hjörleifsson E, Þórarinsson K, Marteinsdóttir G (2006). Growth, maturity and fecundity of wolffish Anarhichas lupus L. in Icelandic waters. Journal of Fish Biology 68, 1158-1176.