Fiskneysla í heiminum eykst hratt og hefur aldrei verið meiri að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um fiskiðnaðinn í heiminum.
FAO kemst einnig að þeirri niðurstöðu að fiskeldi fari hvað úr hverju að skríða framúr hefðbundnum botntrollsveiðum hvað heildarframleiðslu snertir.
Á árinu 2009 fengust um 145 milljónir tonna af fiski úr veiðum og eldi sem er um 5 milljón tonna aukning frá árinu áður. Fiskneysla á mann náði 17 kílóum að meðaltali á árinu.
Í skýrslunni segir að hefðbundnar fiskveiðar séu að staðna og vaxtarmöguleikarnir í framtíðinni liggi í fiskeldi.
Fiskeldi veitir nú 10,8 milljónum manna atvinnu og er það um 24% af fjölda þeirra sem starfa við fiskveiðar. Til samanburðar má geta þess að færri en 4 milljónir manna unnu við fiskeldi árið 1990.
Heimild: www.fishupdate.com