Hoffell SU er komið til landsins með um 1.400 tonn af kolmunna sem fékkst á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi, um 300 sjómílur suðvestur af Rockall. Heimsiglingin er um 820 sjómílur.
„Við fengum brælu á útleið og vorum þrjá og hálfan sólarhring á leiðinni. Veiðarnar gengu mjög vel enda var komið fínasta veður þegar við vorum mættir á svæðið. Við vorum ekki nema sólarhring að fá þessi 1.400 tonn,“ sagði Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffellinu, í samtali við Fiskifréttir.
Aflinn var tekinn í fjórum holum, það stærsta var um 400 tonn. „Þarna var fantaveiði eins og gjarnan er á þessum tíma,“ sagði Bergur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.