Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arnarlax hf. vegna fiskeldis að Gileyri í Tálknafirði. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa vegna seiðaeldis á laxi og bleikju að því er segir á vef stofnunarinnar.

Í tillögunni segir að á gildistíma leyfisins skuli fara fram vöktun og rannsóknir af hálfu Arnarlax til að meta vistfræðileg áhrif á nánasta umhverfi eldisstöðvarinnar.

„Varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi vegna eldis eða flutnings á fiski skulu vera skráðar og aðgengilegar hjá eldisaðila, og áætlun um aðgerðir til að endurheimta fisk sem sleppur. Leyfishafi skal sjá til þess að viðbragðsáætlun vegna slysasleppinga sé staðsett á eldissvæðinu og kynna starfsmönnum hana,“ segir í tillögunni.

Hyggjast fimmfalda seiðaframleiðsluna

Fram kemur í umsóknargögnum frá Arnarlaxi að fyrirtækið ætli að auka framleiðslu á seiðum í eldisstöð fyrirtækisins á Gileyri við Tálknafjörð. Þar sé nú starfrækt seiðaeldi fyrir laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum.

„Stöðin á Gileyri var upphaflega byggð árið 1984 fyrir bleikjueldi en 2014 var henni breytt í klakstöð og seiðaeldisstöð þar sem alin eru laxaseiði. Framleiðslugeta stöðvarinnar í dag er um 200 tonn hámarkslífmassi en til stendur að auka framleiðslu stöðvarinnar í um 1.000 tonna hámarkslífmassa á ári,“ segir í gögnum frá Arnarlaxi.

Tilkynni tafarlaust um fisk sem sleppur

Í tillögu Mast segir áfram að rekstrarleyfishafi sem missi fisk úr fiskeldisstöð skuli án tafar tilkynna það til Fiskistofu, Matvælastofnunar, sveitafélaga og næstu veiðifélaga.

„Rekstrarleyfishafi ber skyldu til að halda skrá yfir uppruna eldislaxa sem byggir á gagnagrunni um erfðaefni hjá framleiðanda hrogna,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að gildistaka rekstrarleyfisins sér háð því að leyfi til framkvæmda sé til staðar. Einnig þurfi nýtingarleyfi frá Orkustofnun.

„Gildistaka rekstrarleyfis fiskeldisstöðva á landi er háð úttekt Matvælastofnunar og því skilyrði að stöð sé útbúin búnaði sem kemur í veg fyrir að fiskur sleppi úr eldiskari og búnaði staðsettum í frárennsli stöðvar sem fangar fisk sem sleppur,“ segir einnig í tillögunni sem nánar er hægt að lesa um á vef Matvælastofnunar, mast.is.

Frestur til að senda Matvælastofnun athugasemd við þessa tillögu að rekstrarleyfi er sagður vera til 6. desember.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arnarlax hf. vegna fiskeldis að Gileyri í Tálknafirði. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 1.000 tonna hámarkslífmassa vegna seiðaeldis á laxi og bleikju að því er segir á vef stofnunarinnar.

Í tillögunni segir að á gildistíma leyfisins skuli fara fram vöktun og rannsóknir af hálfu Arnarlax til að meta vistfræðileg áhrif á nánasta umhverfi eldisstöðvarinnar.

„Varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi vegna eldis eða flutnings á fiski skulu vera skráðar og aðgengilegar hjá eldisaðila, og áætlun um aðgerðir til að endurheimta fisk sem sleppur. Leyfishafi skal sjá til þess að viðbragðsáætlun vegna slysasleppinga sé staðsett á eldissvæðinu og kynna starfsmönnum hana,“ segir í tillögunni.

Hyggjast fimmfalda seiðaframleiðsluna

Fram kemur í umsóknargögnum frá Arnarlaxi að fyrirtækið ætli að auka framleiðslu á seiðum í eldisstöð fyrirtækisins á Gileyri við Tálknafjörð. Þar sé nú starfrækt seiðaeldi fyrir laxeldi fyrirtækisins á Vestfjörðum.

„Stöðin á Gileyri var upphaflega byggð árið 1984 fyrir bleikjueldi en 2014 var henni breytt í klakstöð og seiðaeldisstöð þar sem alin eru laxaseiði. Framleiðslugeta stöðvarinnar í dag er um 200 tonn hámarkslífmassi en til stendur að auka framleiðslu stöðvarinnar í um 1.000 tonna hámarkslífmassa á ári,“ segir í gögnum frá Arnarlaxi.

Tilkynni tafarlaust um fisk sem sleppur

Í tillögu Mast segir áfram að rekstrarleyfishafi sem missi fisk úr fiskeldisstöð skuli án tafar tilkynna það til Fiskistofu, Matvælastofnunar, sveitafélaga og næstu veiðifélaga.

„Rekstrarleyfishafi ber skyldu til að halda skrá yfir uppruna eldislaxa sem byggir á gagnagrunni um erfðaefni hjá framleiðanda hrogna,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að gildistaka rekstrarleyfisins sér háð því að leyfi til framkvæmda sé til staðar. Einnig þurfi nýtingarleyfi frá Orkustofnun.

„Gildistaka rekstrarleyfis fiskeldisstöðva á landi er háð úttekt Matvælastofnunar og því skilyrði að stöð sé útbúin búnaði sem kemur í veg fyrir að fiskur sleppi úr eldiskari og búnaði staðsettum í frárennsli stöðvar sem fangar fisk sem sleppur,“ segir einnig í tillögunni sem nánar er hægt að lesa um á vef Matvælastofnunar, mast.is.

Frestur til að senda Matvælastofnun athugasemd við þessa tillögu að rekstrarleyfi er sagður vera til 6. desember.