Nú þegar fjórir mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu er djúpkarfakvótinn að heita má veiddur upp. Ástæðan er annars vegar niðurskurður karfaaflaheimilda og hins vegar sundurgreining kvótans í gull- og djúpkarfa, en hingað til hefur einn sameiginlegur kvóti verið fyrir þessar tegundir tvær.
,,Ég hef boðið mönnum gull og græna skóga vilji þeir skipta á djúpkarfakvóta og öðrum tegundum, því ekki þýðir að bjóða peninga, en allt hefur komið fyrir ekki. Þeir sem eiga einhvern djúpkarfakvóta óveiddan eru hræddir um að lenda sjálfir í vandræðum ef þeir láti hann frá sér,” segir Björn Jónsson hjá kvótamiðlun LÍÚ í samtali við Fiskifréttir.
Skapast hefur vandræðaástand af þessum sökum þar sem mörg skip eiga ekki lengur kvóta fyrir djúpkarfa sem meðafla.
Sjá nánar í Fiskifréttum.