Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur dregið út tvö línuskip sem fá leyfi til að veiða kvóta Norðmanna í  keilu, löngu og blálöngu við Ísland á þessu ári. Alls sóttu útgerðir 33 skipa um leyfi til veiðanna en skipin Sjövær og Geir urðu hlutskörpust.

Kvótinn er samtals 500 tonn og er hann til kominn vegna kvóta Íslendinga skipa í Barentshafi samkvæmt Smugusamningnum svokallaða.  Mikil ásókn er í að fá að veiða við Ísland og er árlega dregið um þau skip sem hnossið hljóta.