Færeyski togarinn Gullberg sökk í morgun norður af Færeyjum. Skip sem voru á sömu miðum björguðu áhöfninni.
Tilkynning barst frá Gullbergi kl. 8:15 í morgun um að sjór flæddi inni í skipið. Nærstödd skip og björungarþyrla frá Færeyjum fóru á slysstaðinn.
Reynt var að dæla sjó upp úr skipinu, en það mistókst.
Um klukkutíma eftir tilkynninguna var skipið sokkið. Öllum skipverjunum níu hafði þá verið bjargað.