Færeyski togarinn Gullberg sökk í morgun norður af Færeyjum. Skip sem voru á sömu miðum björguðu áhöfninni.

Tilkynning barst frá Gullbergi kl. 8:15 í morgun um að sjór flæddi inni í skipið. Nærstödd skip og björungarþyrla frá Færeyjum fóru á slysstaðinn.

Reynt var að dæla sjó upp úr skipinu, en það mistókst.

Um klukkutíma eftir tilkynninguna var skipið sokkið. Öllum skipverjunum níu hafði þá verið bjargað.

Hér má sjá frétt og myndir hjá Suðuroyjarportalinum .