Fagrabergið kom til Fuglafjarðar með um 3.000 tonn af makríl og síld í síðustu viku. Þetta er stærsti farmur sem landað hefur verið í ár, að því er fram kemur á vefnum fiskerforum.dk.

Síðasta vika var mjög góð varðandi makríl- og síldveiðar. Fjöldi færeyskra skipa landaði góðum afla. Þá landað grænlenski verksmiðjutogarinn Tuugaalik 300 tonnum af frosnum afurðum í Færeyjum. Skipið hafði veitt makríl í 10 daga í grænlenslu lögsögunni rétt við íslensku landhelgislínuna. Kínverska móðuskipið Kai Shun landaði 1.500 tonnum af makríl og síld í Færeyjum sem það hefur tekið á móti í færeyskri lögsögu.