Ákveðið hefur verið að færeyski kvótinn í norsk-íslenskri síld verði í heild 56.087 tonn á árinu 2016, að því er fram kemur í frétt á vef færeyska sjónvarpsins.
Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, tók þessa ákvörðun að höfðu samráði við utanríkimálanefnd lögþingsins. Þar sem strandríkin hafa ekki komið sér saman um skiptingu á heildarkvóta norsk-íslensku síldarinnar ákveða ríkin hvert fyrir sig sinn eigin kvóta.
Samkvæmt fiskveiðisamningi við Rússland og Grænland láta Færeyingar þessum löndum í té 12.500 tonn af síld. Í hlut færeyskra skipa koma því 43.587 tonn á árinu 2016.