Loðnuafli færeyskra skipa á Íslandsmiðum það sem af er þessari vertíð nemur 18.000 tonnum, samkvæmt tölum á vef Fiskistofu. Þar af veiddust 12.700 tonn í febrúar og 5.300 tonn það sem af er marsmánuði.
Alls nemur loðnukvóti Færeyinga við Ísland 30.000 tonnum.