Færeysk línuskip veiddu tæp 5.100 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu á síðasta ári samkvæmt nýju yfirliti á vef Fiskistofu . Þetta er heldur minni afli en árið 2013 en þá veiddu Færeyingar hér um 5.400 tonn. Miðað er við afla upp úr sjó.
Helstu tegundir færeysku skipanna eru langa, tæp 1.400 tonn, og þorskur, tæp 1.300 tonn. Aðrar helstu tegundir eru ýsa, keila og ufsi.
Eitt norskt línuskip veiddi hér við land í mars í fyrra og var afli þess um 310 tonn. Megnið af aflanum var langa og keila.