Færeyingar hafa gert fríverslunarsamning við Tyrki og var skrifað undir samninginn í dag, að því er fram kemur á vefnum Undercurrentnews.com.
Samningurinn gerir Færeyingum kleift að keppa á „jafnréttisgrundvelli“ við Noreg, Skotland og Ísland um sölu á sjávarafurðum til Tyrklands, segir Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyinga.
Tyrkland er vaxandi markaður fyrir sjávarafurðir og Færeyingar hafa hingað til þurft að greiða 20 til 45% innflutningstolla af sjávarafurðum sem seldar eru til Tyrklands. Samningurinn kemur einkum til með að liðka fyrir útflutningi á eldislaxi og afurðum úr uppsjávarfiski.