Færeyska landsstjórnin hefur óskað eftir því við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) að hún úrskurði um það hvort viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins í garð Færeyinga vegna síld- og makrílveiða þeirra brjóti í bága við samþykktir WTO.

Í frétt frá færeysku landsstjórninni segir að gagnstætt því sem ESB haldi fram um að grípið sé til refsiaðgerðanna til þess að vernda norsk-íslenska síldarstofninn, þá sé tilgangurinn að vernda hagsmuni uppsjávariðnaðarins í ríkjum ESB. Deilan um norsk-íslenska síldarstofninn sé enn til umfjöllunar á samningafundum þeirra ríkja sem hlut eiga að máli.

Því má bæta við að Færeyingar stefndu Evrópusambandinu fyrr á þessu ári fyrir Hafréttardómstól Sameinuðu þjóðanna vegna sama máls.