Útflutningur Færeyinga nam 6 milljörðum króna á síðasta ári (125 milljörðum ISK). Hér er aðallega um fisk og fiskafurðir að ræða en annar útflutningur er hverfandi.

Útflutningur á sjávarafurðum jókst um 750 milljónir króna eða 15% frá árinu 2012. Eldisfiskurinn skilar mestum verðmætum. Færeyingar fluttu út eldisfisk fyrir tæpa 2,5 milljarða (52 milljarða ISK) og var aukningin 35%. Eldisfiskur er jafnframt um 42% af heildarútflutningi Færeyinga.

Uppsjávarfiskur er í öðru sæti en hann gaf 1,4 milljarða (29 milljarða ISK) og botnfiskur í því þriðja með tæpa 1,2 milljarða (tæpa 25 milljarða ISK).