Færeyskir línu- og krókabátar veiddu á nýliðnu ári 5.397 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu samanborið við 5.506 tonn á síðasta ári. Leyfilegur heildarkvóti er 5.600 tonn.
Þorskafli Færeyinga var 1.205 tonn á liðnu ári en hámarkskvótinn er 1.200 tonn. Af einstökum tegundum veiddu færeysku bátarnir mest af þorski, því næst kom keila, 1.016 tonn og afli í löngu var 955 tonn.
Færeysku bátarnir lönduðu mestum afla af Íslandsmiðum í september eða 1.154 tonnum en áður hafa þeir verið drýgstir við veiðarnar í júnímánuði.
Færeyskir bátar lönduðu engri lúðu á síðasta ári enda bann við lúðuveiðum við Ísland en á þar síðasta ári var aflinn 1.364 kg og 2011 var hann 17,6 tonn. Svo slysalega vildi til sl. haust að færeysk stjórnvöld sendu Fiskistofu fyrir mistök gamlar aflaupplýsingar í stað nýrra, þar á meðal um lúðuafla, en það hefur síðan verið leiðrétt.
Sjá nánar á vef Fiskstofu.