Færeyski frystitogarinn Ran kom til hafnar  í Færeyjum um helgina með 250 tonn af búrfiski sem veiddur var suður undir Asoreyjum. Skipið hefur í  mörg ár stundað veiðar á búra á sömu slóð. Meðalverð fyrir aflann  var 40 danskar krónur á kílóið eða  jafnvirði 637 ISK. Frá þessu er skýrt á vefnum jn.fo .

Því má bæta við að á síðasta fundi NEAFC (NA-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar) var lögð fram tillaga um bann við veiðum á búra á djúpslóð í alþjóðlegri lögsögu samkvæmt ráðleggingum Alþjóðahafrannsóknaráðsins, en mótmæli Færeyinga komu í veg fyrir það.