Færeyingar hafa verið sviptir  MSC vottun sinni á norsk-íslenskri síld á þeirri forsendu að færeysk stjórnvöld hafi sett sér mun hærri kvóta en áður gildandi samningar við aðrar þjóðir gerðu ráð fyrir.

Þetta þýðir að Færeyingum óheimilt að nota MSC umhverfismerkingar á afurðir sínar úr síld úr þessum stofni sem veidd var fyrir 21. júní sl.

Það er vottunarstofan DNV (Det Norske Veritas) sem tilkynnir þetta en tekur jafnframt fram að þessi ákvörðun muni að svo stöddu ekki hafa nein áhrif á MSC vottun á síld úr þessum stofni sem aðrar þjóðir hafi fengið.