Írski sjávarútvegsráðherrann, Simon Coveney, fullyrðir að makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga, ógni írskum sjávarútvegi og störfum á Írlandi, að því er fram kemur á vef IntraFish.

Simon Coveney hefur beðið Evrópusambandið um að stöðva makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga. IntraFish vitnar einnig í Sean O’Donoghue, talsmann útvegsins í Killybegs á Írlandi, sem segir að ef þetta ástand haldi áfram muni sjávarútvegur á Írlandi tapa 1500 störfum vegna veiða færeyskra og íslenskra makrílskipa.