Fulltrúar Íslands, Noregs, Evrópusambandsins, Færeyja og Rússlands áttu fund í London nú í vikunni um stjórn veiða úr stofnum kolmunna og norsk-íslenskrar síldar.
Ákveðið var að gera hlé á viðræðunum og halda þeim áfram síðar í haust. Í frétt á vef norska sjávarútvegsráðuneytisins í dag segir að meginástæðan fyrir því hafi verið sú að Færeyingar hafi krafist aukinnar hlutdeildar í kvóta norsk-íslenskrar síldar sem hin strandríkin neiti að fallast á.