Færeyingar hafa lokið loðnuveiðum sínum hér við land. Fram kemur á vefnum fiskerforum.dk. að Finnur fríði hafi verið síðastur færeyskra loðnuskipa til þess að klára þau 300 tonn sem eftir voru af kvótanum.

Sagt er að loðnuveiðarnar hafi tekist mjög vel og flest skipanna hafi nú snúið sér aftur að kolmunnaveiðum áður en skipt verði yfir á síld og makríl.