Færeyingar hagnast um allt að 7,3 milljarða íslenskra króna á því að gefa út eigin kvóta í norsk-íslensku síldinni, að því er kemur fram í útreikningum Fiskeribladet/Fiskaren.
Færeyingar höfðu 5,16% af heildarkvótanum í síldinni samkvæmt samningum strandríkja sem hefði gefið þeim 32 þúsund tonn í ár. Færeyingar ákváðu að gefa út einhliða kvóta upp á 17% af heildinni eða 105 þúsund tonn. Aukningin er 72 þúsund tonn.
Blaðið reiknar með því að aflaverðmæti síldarinnar sé 5 krónur á kíló (105 ISK). Samkvæmt því hefði 32 þúsund tonna kvóti gefið 105 milljónir (2,1 milljarð ISK) en 105 þúsund tonnin gæfu 525 milljónir (10,5 milljarða ISK). Kvótaaukningin gefi þannig 365 milljónir (7,3 milljarða).
Blaðið kemst að þeirri niðurstöðu að óhagræði Færeyinga af viðskiptaþvingunum, sem ESB, setur á þá vegna síldardeilunnar, séu smápeningar í samanburði við það hvað kvótaaukningin gefi í aðra hönd.