Í dag var haldinn framhaldsfundur strandríkja vegna stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og kolmunnastofninum fyrir árið 2013.

Ekki varð samstaða meðal allra strandríkjanna um kvótaskiptingu norsk-íslensku síldarinnar og eru Færeyjar ekki aðili að því samkomulagi sem náðist í dag. Færeyingar telja sig ekki geta unað við núverandi skiptingu.

Hin standríkin, Ísland, Noregur, Rússland og ESB standa því að samkomulaginu fyrir árið 2013 sem byggir á samkomulagi um skiptingu frá árinu 2007 sem gert var í Ósló en hlutur Færeyja samkvæmt því samkomulagi verður settur til hliðar. Heildaraflamark var ákveðið 619 þúsund tonn en þar af er hlutur Íslands tæplega 90 þúsund tonn.

Samkomulag allra strandríkja náðist um kolmunna og verður heildaraflinn 643 þúsund tonn en þar af er hlutur Íslands 104 þúsund tonn. Einnig náðist samkomulag um norsk-íslensku síldina.

Frá þessu er skýrt á vef atvinnuvegaráðuneytisins.