Makrílveiðar Færeyingar hefjast óvenjusnemma að þessu sinni. Jupiter landaði 600 tonnum hjá Faroe Pelagic í Færeyjum síðastliðin sunnudag en afli fékkst í tvílembingstroll austur af Færeyjum. Finnur fríði togar á móti Jupiter og beið fyrrnefnda skipið á miðunum meðan það síðarnefnda fór með aflann í land.

Á síðasta ári hófust makrílveiðar í færeyskri lögsögu ekki fyrr en í júlímánuði en þeir sem reynslu hafa af fiskveiðum við Færeyjar segja að makríllinn sé kominn í lögsöguna strax í aprí/maí.

Færeyingar hafa sett sér 150.000 tonna makrílkvóta á þessu ári sem kunnugt er. Það er í  óþökk Noregs og Evrópusambandsins sem bannað hafa makríllandanir færeyskra skipa í þessum ríkjum.