Þýska stórmarkaðskeðjan Aldi hefur með lögbanni verið neydd til þess að fjarlægja fiskafurð sem nefnist “Saucy Salmon Fillet” úr hillunum verslana sinna meðan beðið er úrskurðar dómstóla um það hvort þar sé á ferð ólögleg eftirlíking á vörum The Saucy Fish Company, sem er í eigu Icelandic Group.
Í þessu tilfelli er um að ræða pakkningar með ferskum laxabitum með sósu sem tilbúnir eru til eldunar.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Á sjávarútvegsvefnum Fis.com er haft eftir John Noble forstjóra British Brands Group, sem eru samtök sem standa vörð um vörumerki, að þetta sé í fyrsta skipti sem matvælafyrirtæki hafi fengið samþykkta lögbannsbeiðni í þessum kringumstæðum.