Bátum með krókaaflamark fækkar milli fiskveiðiára, þeir eru nú 297 en voru 318 á nýliðnu fiskveiðiári. Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 21 á milli ára og eru nú 237.
Athygli vekur að togurum fækkar um 5 annað árið í röð og eru þeir nú 45 í íslenska flotanum. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað tæpum 200 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni o g skip með aflamark fá tæp 190 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 50 þúsund tonn.